Hula er lítil netverslun sem selur vinnubækur og gjafakort fyrir prjónafólk.
Hula verður einnig með blómaskreytingar við öll tilefni.
Allar blómaskreytingar þarf að panta með a.m.k. tveggja daga fyrirvara.
Hula er í eigu Ásthildar Sölvadóttur sem sér um framleiðslu á vörum Hulu.
Ásthildur hefur ástríðu fyrir fallegum og vönduðum vörum og er með áralanga reynslu af blómaskreytingum, hér heima og einnig í Hollandi.
Hún hefur í gegn um tíðina verið dugleg við alla handavinnu, prjónað og hannað mikið af flíkum á sjálfa sig og aðra, einkum þó á litlu börnin.