Skilmálar
EFTIRFARANDI SKILMÁLAR GILDA UM HEIMSÓKN ÞÍNA Á VEFSÍÐUNA OG ÖLL VIÐSKIPTI SEM ÞÚ KANNT AÐ GERA Á VEFSÍÐUNNI.
Almennt
Hula áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, vörur ekki til eða vegna annarra ófyrirsjaánlega aðstæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar vörur á lager er afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun berst. Sérpantanir á prjónaflíkum taka um tvær vikur í framleiðslu og er því afhending á þeim samkomulagsatriði. Sérpantanir á blómaskreytingum þurfa að berast með amk. 2ja daga fyrirvara eða eftir samkomulagi. Þær vörur sem við keyrum ekki út sjálf þá notum við dreifiþjónustu Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Hula ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi Íslandspósts.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Sérpöntunum er ekki hægt að skila. Vinsamlegast hafið samband við Hulu ef skýringa er þörf.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness
Hula ehf.
hula@hula.is
Lambhagi 10, 225 Álftanes
Sími: 847-2814
Kt. 451120-0420
VSK. 139363