Brönugras húfa og kragi á börn – Uppskrift
800kr.
Brönugras
Húfa og kragi í sparilegri kantinum.
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Þessi uppskrift er á íslensku og afhendist rafrænt eftir greiðslu.
Höfundur: Ásthildur Helga
Þegar þú ert búin að greiða fyrir uppskriftina færðu sendan tölvupóst með staðfestingu á kaupum, þar er hlekkur með nafni uppskriftar undir „Niðurhöl“ eða „Sækja“ sem þú ýtir á og þá hleðst uppskriftin í það tæki sem er notað við niðurhalið. Stundum fer þessi póstur í rusl póstinn ágætt að athuga þar, passið að það sé notað rétt tölvupóstfang.
Lýsing
Brönugras
Húfa og kragi í sparilegri kantinum.
Frekar auðvelt að prjóna og skemmtilegt mynstur á kraganum, tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útprjóni.
Það eru tvær tegundir af úrtöku fyrir húfuna, ræðst af því hvort þú velur 1 eða 2 dúska.
Stærðir: 9-12mán, 2-4, 4-6, 6-8, 8-12 ára
Garn: Sem hentar fyrir prjónfestu 22/10
Mæli samt ekki með 100% bómull þar sem að bómullin gefur ekki eftir.
Garnmagn:
9-12 mán. 60 gr.
2-4 ára 65 gr.
4-6 ára 70 gr.
6-8 ára 80 gr.
8-10 ára 85 gr.
Það sem þarf:
Hringprjónn nr. 3 ½, 40 cm. langur, hringprjónn nr. 4.0 40 cm langur og sokkaprjónar nr. 3.0
Gróf nál
Dúskar (1 til 2)