Maríustakkur fyrir börn – Uppskrift
1,000kr.
Maríustakkur.
Síð og kósý jakkapeysa á börn.
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Lýsing
Maríustakkur
Síð og kósý jakkapeysa á börn.
Peysan er prjónuð fram og til baka ofan frá og niður og listarnir og hnappagötin prjónað samhliða.
Þú getur valið hvort að þú gerir nokkrar stuttar umferðir eftir stroffið í byrjun, en þær hækka bakstykkið við hálsmálið,
mér finnst það fallegra en ef þú treystir þér ekki í það, þá er ekkert mál að sleppa því.
Það sem þarf:
Sokka og hringprjónar nr. 4,5 og 6,
3-4 tölur
Garn sem hentar prjónfestu 16
Td. Filcolana frá Peruvian og Mohair, 1 þráður af hvoru
eða Alpakka ull frá Sandnes og Mohair, 1 þráður af hvoru
Garnmagn:
18 mán, 200 gr +50 gr mohair
2-3 ára, 250 gr +100 gr mohair
4-5 ára, 300 gr +150 gr mohair
6-7 ára, 350 gr +150 gr mohair
8-9 ára, 400 gr +200 gr mohair