Maríustakkur heil peysa fyrir fullorðna – Uppskrift
Maríustakkur heil
Dásamlega mjúk, hlý og klæðileg peysa.
Stærðir:
XS/S, (M), L (XL/XXL), XXXL.
Peysan er frekar auðveld og fljót prjónuð. Hún er prjónuð í hring, ofan frá og niður.
990kr.
Lýsing
Maríustakkur heil
Dásamlega mjúk, hlý og klæðileg peysa.
Garn:
Tvinni og Alpakka 2 frá Isager – 1 þráður af hvoru.
Peruvian frá Filcolana
Plötulopa og Mohair – 1 þráður af hvoru.
Þú getur líka valið það garn sem þig langar í, bara passa prjónafestuna.
Það sem þarf:
Sokkaprjónar nr. 4,0 og hringprjónar nr. 4,0 og 5,0. Pjónamerki.
Nál og skæri til frágangs.
Garn magn:
U.þ.b. 400, (450), 500, (550), 650 gr.
eða 900, (1200), 1300, (1400),1500 metrar.
Ef þú velur að setja saman Tvinna og Alpakka þá eru tekin uppgefin gr. af hvoru fyrir sig.
ATHUGIÐ að þyngdin á garninu segir ekki allt, oft betra að fylgja metra fjölda, sérstaklega í létta garninu eins og plötulopa og mohair.
Prjónafesta:
19 prjónaðar lykkjur á prjóna nr. 5,0 gera 10 sm. breidd. Gerðu endilega prjónfestu prufu.
Stærðir:
XS/S, (M), L (XL/XXL), XXXL.
Taktu endilega mál til þess að sjá hvað hentar þér. Þú getur auðveldlega stækkað eða minnkað ummálið á peysunni með því að fækka eða bæta við úrtöku (sérstaklega stærri stærðunum) gæti verið gott að máta en þá þarftu að hafa í huga breyttan lykkjufjölda þegar kemur að því að skipta upp í ermar og bol.
Málin á peysunni:
Síddin er mæld frá hálsmáli að aftan og niður: 53, (53), 55, (56), 57 sm. mælt að framan. Yfirvídd: 87, (102), 118, (130), 145, sm.
Ermalengd frá hálsmáli: 75 – 78 sm.
Ummál á ermum við handveg 37, (44), 46, (48), 50 sm.
Hagnýtar upplýsingar:
Peysan er frekar auðveld og fljót prjónuð. Hún er prjónuð í hring, ofan frá og niður. Munstrið er þannig að það myndast lóðréttar sléttar rendur á móti breiðari brugðnum köflum og helst niður alla peysuna. Uppskriftin miðast við að hún sé í mjaðma sídd, en það er auðvelt að máta og mæla sídd á ermum og búk á meðan verið er að prjóna hana. Þú getur valið hvort að þú gerir nokkrar stuttar umferðir í byrjun, en þær hækka bakstykkið við hálsmálið. Mér finnst það mun fallegra en ef þú treystir þér ekki í það, þá er ekkert mál að sleppa því.