Maríustakkur fyrir fullorðna – Uppskrift

1,000kr.

Stutt eða síð, stór, hlý og kósý jakkapeysa á fullorðna.

Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.

Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað.  Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn. 

Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.

Lýsing

Stutt eða síð, stór, hlý og kósý jakkapeysa á fullorðna.

Peysan er frekar auðveld og fljótprjónuð, hún er prjónuð fram
og til baka, ofan frá og niður.
Listarnir og hnappagötin eru prjónuð samhliða peysunni.
Allar umferðir á réttunni eru prjónaðar sléttar, en á röngunni koma nokkrir brugnir kaflar en mynstrið saman stendur af garðaprjóni og sléttum köflum.

Þú getur valið hvort að þú gerir nokkrar stuttar umferðir eftir stroffið í byrjun, en þær hækka bakstykkið við hálsmálið. Mér finnst það mun fallegra en ef þú treystir þér ekki í það, þá er ekkert mál að sleppa því.

Garn:
Peruvian og Tilia Mohair 1 þráður af hvoru.
Le Gros og Le petit 1 þráður af hvoru.
Kos, Puno eða annað sambærilegt, létt og mjúkt
Þú getur líka valið það garn sem þig langar í, bara passa prjónafestuna. Ég mæli samt með léttu garni í síðu peysuna svo hún verði ekki of þung.

Það sem þarf:
Sokka og hringprjónar nr. 4,5 og 6,0. 6 – 10 tölur.
Pjónamerki.
Nál og skæri.

Garn magn:
U.þ.b. 400, (550) gr. og 125, 150 gr.mohair. Eða u.þ.b. 900 – 1200 metrar í stuttu peysuna. U.þ.b. 600, (700) gr. og 150, 200 gr. mohair. Eða u.þ.b. 1300 – 1600 metrar í síðu peysuna.

Prjónfesta:
16 prjónaðar lykkjur á prjóna nr. 6,0 gera 10 sm. breidd. Gerðu endilega prjónfestu prufu.

Stærðir:
XS/S/M– M/L/XL, athugið að uppgefnar stærðir eru tvær, en auðvelt að leika sér aðeins með þær, hvet ég þig til þess að taka mál og athugað hvað hentar. Peysan er prjónuð ofan frá og niður og er því auðvelt að máta og mæla sídd á ermum og búk.

Höfundur: Ásthildur Helga Sölvadóttir www.hula.is