Ljósberi, ungbarnasett – Uppskrift

1,800kr.

Ljósberi.

Fallegt ungbarnasett sem saman stendur af húfu, peysu og buxum.

Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.

Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað.  Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn. 

Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.

Lýsing

Fallegt ungbarnasett sem saman stendur af húfu, opinni peysu og buxum.

Stærðir: 0, 3, 6-9, 12-18 mánaða.

Garn:
Frá Holst,  tvöfalt Coast sem er blanda af bómull og ull.
eða Coast og Titicaca (sem er 100 % alpakka) 1 þráður af hvoru.
Dásamlega mjúk blanda.
Garnið fæst í Garn í gangi Akureyri.

Það sem þarf:
Sokka-og hringprjónar númer 3,0 og 3,5
3-4 tölur.
Nál og skæri til frágangs.
Prjónamerki.

Garn magn: U.þ.b. 100, 150, 150, 200 gr.

Prjónfesta: 24 prjónaðar lykkjur gera 10 sm. breidd, ég mæli með að gera prjónfestu prufu.

Málin:
Sídd frá hálsmáli og niður:  20, 22-25, 30, 33, sm. Yfirvídd á milli handakrika: 48, 50, 54, 58 sm. Ermalengd: 9, 10-13, 16, 20 sm.