Lerki, stór – Uppskrift
1,000kr.
Eftir að barnapeysan Lerki kom út í fyrra, hef ég fengið fjölmargar fyrirspurnir um að gefa hana út í stærri stærðum.
Hér er hún komin, svo falleg og fin og passar öllum.
Peysan er prjónuð að ofan og niður í hring, fyrir utan nokkrar stuttar umferðir.
Munstrið er tvöfalt perlupjón og nær yfir allt berustykkið og aðeins niður á bol og ermar.
Hún er með laska á berustykkinu og hálsmálið er haft tvöfalt.
Upphækun er á bakstykki við hálsmálið sem er gerð með stuttum umferðum, þannig situr hún betur og hálsmálið verður dýpra að framan.
Ermarnar eru prjónaðar í hring.
Stærðir: XXS, 85 (XS, 88) S, 92 (M, 97) L, 101 (XL, 110) XXL, 120 (3XL, 130) 4XL, 135 sm.
Gert er ráð fyrir um 10 sm. hreyfivídd.
Ath. stærðir XXS og 4XL hafa ekki verið prufuprjónaðar en ég leyfi þeim stærðum samt að fljóta með.
Mál á peysu:Yfirvídd, 95 (98) 105 (110) 118 (125) 135 (140) 145 sm. Mælt þvert yfir bol, undir handakrika.
Sídd, mælt er frá hálsmáli á miðju baki að neðri brún peysunnar 60 (62) 64 (66) 68 (70) 72 (74) 76 sm.
Ermalengd, mælt er frá undirermi 46 (47) 48 (50) 52 (52) 52 (51) 51
Garn: Filcolana Peruvian (50 gr./100 mtr.) eða annað sambærilegt sem hentar prjónfestunni.
Magn og metrar (um þ.b.):
XXS | 450 gr. | 900 mtr. | XL | 700 gr. | 1400 mtr. |
XS | 450 gr. | 900 mtr. | XXL | 750 gr. | 1500 mtr. |
S | 500 gr. | 1000 mtr. | 3XL | 800 gr. | 1600 mtr. |
M | 550 gr. | 1100 mtr. | 4XL | 850 gr. | 1700 mtr. |
L | 600 gr. | 1200 mtr. |
Prjónfesta: 18 lykkjur x 26 umferðir mælast 10 x 10 sm. í sléttu prjóni en 19 lykkjur x 25 í munsturprjóni, eftir þvott
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.
Allar frekari athugasemdir og spurningar getur þú sent á hula@hula.is og ég mun svara eftir bestu getu.