Lerki krakkapeysa, uppskrift
1,000kr.
Hlý og mjúk krakkapeysa með skemmtilegu munstri.
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.
Lýsing
Hlý og mjúk krakkapeysa með skemmtilegu munstri.
Peysan er með tvöföldu hálmáli og er prjónuð ofan frá og niður. Hún er prjónuð í hring fyrir utan nokkrar stuttar umferðir sem eru gerðar til þess að fá gott rúnað hálsmál.
Laskaútaukningar og tvöfalt perluprjón eru á berustykki og munstrið teygir sig svo niður á bol og ermar.
Það er gaman að prjóna þessa peysu og frekar fljótlegt.
Stærðir. 1-2 (2-3) 3-4 (4-5) 5-6 (6-7) 7-8 (8-9) 9-10 (10-12)
Mál á peysu. Yfirvídd(mælt yfir bringu) 69 (71) 73 (75) 77 (80) 84 (89) 92 (95) sm.
Sídd, mælt er frá hálsmáli á miðju baki 37 (38) 40 (42) 44 (46) 48 (50) 52 (54) sm.
Ermalengd, mælt er frá undirermi 21 (23) 25 (27) 29 (31) 34 (35) 37 (39)
Garn. Karisma eða Daisy frá Drops eða annað sambærilegt sem hentar prjónfestunni.
Magn og metrar (um þ.b.):
1-2 ára | 200 gr. | 400 mtr | 6-7 ára | 300 gr. | 600 mtr. |
2-3 ára | 250 gr. | 500 mtr. | 7-8 ára | 350 gr. | 700 mtr. |
3-4 ára | 250 gr. | 500 mtr. | 8-9 ára | 350 gr. | 700 mtr. |
4-5 ára | 250 gr. | 500 mtr. | 9-10 ára | 400 gr. | 800 mtr. |
5-6 ára | 250 gr. | 500 mtr. | 10-12 ára | 450 gr. | 900 mtr. |
Prjónfesta: 21 lykkjur x 28 umferðir = 10 x 10 sm. Á Prjóna nr. 4,0