Ljósalyng, uppskrift af barnapeysu
1,100kr.
Ljósalyng, uppskrift af barnapeysu.
Uppskriftin er send á rafrænu formi og er því nauðsynlegt að fylla inn rétt netfang viðtakanda.
Litrík og sæt krakkapeysa með skemmtilegum munsturbekkjum.
Ég hannaði þessa peysu með litagleði barna í huga.
Hún er prjónuð úr dúnmjúku garni sem klæjar ekki undan og hægt er að leika sér með ótal frísklega liti eða velja mildari tóna.
Að skrifa uppskriftina var smá áskorun fyrir mig, en útkoman er ein skemmtilegasta peysa sem ég hef gert.
Stærðir: 1 (2-3) 3-4 (4-5) 5-6 (6-7) 7-8 (8-9) 9-10 (10-12) árs/ára
Mál á peysu:
Yfirvídd, mælt yfir bringu 63 (66) 69 (72) 75 (77) 80 (84) 88 (92) sm.
Sídd, mælt er frá hálsmáli á miðju baki…33 (36) 40 (42) 44 (46) 48 (50) 52 (54) sm.
Ermalengd, mælt er frá undirermi 20 (22) 24 (26) 28 (30) 32 (34) 36 (38) sm.
Garn. Pop frá HipKnitShop, 100% merino ull. 115 mtr í 50 gr.
Puno fine frá MAJO, 38% Baby Alpaka, 7% fine merino ull, 54% Bómull. 125 mtr í 50 gr.
Garnið fæst hjá Guðrún Ólöf garnstudíó
Prjónfesta: Prjónfesta 20/10 – 31/10 = 20 lykkjur x 31 umferðir mælast 10 x 10 sm. eftir þvott.
Prjónastærð: 4,0 0g 4,5
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með jöfnum útaukningum á berustykkinu. Hún er unnin í fimm litum með mismunandi mynsturbekkjum (fjórir litir í minni stærðunum). Nokkrar stuttar umferðir eru gerðar eftir stroff í byrjun til þess að hálsmálið verði dýpra að framan. Uppskriftin er send sem pdf. skjal eftir greiðslu, því er nauðsynlegt að uppgefið netfang sé rétt skrifað.
















