Grænt sjal – Frí uppskrift
0kr.
Grunnuppskrift af fallegu léttu sjali.
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.
Allar frekari athugasemdir og spurningar getur þú sent á hula@hula.is og ég mun svara eftir bestu getu.
Lýsing
Grunnuppskrift að fallegu léttu sjali, með I-cord köntum og munsturprjóni að eigin vali.
Hugmyndin er að þú getir gert þetta sjal svolítið eftir þínu höfði, veljir munstur og samsetningu þess, ákveðir lengd og breidd, lykkjufjölda og jafnvel notir fínna eða grófara garn og breytir prjónfestunni. Ég setti ekki niður munsturprjón sem er á milli kantanna í þessa uppskrift, heldur er það eigin val, t.d. garðprjón, perluprjón, gataprjón….
Aðferðin sem er notuð við að prjóna þetta sjal gerir það að verkum að það myndast skemmtileg skekkja á munstrinu/prjóninu innan I-cord kantanna.
Í uppskriftinni minni af Blágresi er fullt af munsturteikningum sem hægt er að styðjast við.
Garnið sem ég notaði:
Filcolana Pernilla, litur: Thuja og Gepard Kid Seta, litur 470.
Mitt sjal var samtals um 60 gr. 144 sm. að lengd og 31 sm. þar sem það er breiðast.
Mín prjónfesta: 18/36 = 10 x10 sm. á pr. nr. 5,0