Blágresi, klútur
800kr.
Léttur, fínlegur og sætur klútur í tveimur stærðum. Passar fyrir börn og fullorðna.
Eftir greiðslu er staðfestingapóstur sendur á netfangið sem gefið er upp, ásamt slóð á niðurhal í rafrænu formi, því er mjög mikilvægt að netfangið sé rétt.
Hægt er að hlaða uppskriftinni niður um leið og pósturinn berst og þá gott að vista hana á góðum stað. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá staðfestingapóstinn.
Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.
Lýsing
Léttur, fínlegur og sætur klútur í tveimur stærðum. Passar fyrir börn og fullorðna.
Klúturinn er prjónaður fram og til baka með frekar einföldu munsturprjóni sem er þannig uppsett að það er fallegt bæði á réttunni og röngunni.
Munstrin eru 12 fyrir minni klútinn og 14 fyrir þann stærri, þau standa saman af gataprjóni, sléttum og brugðnum lykkjum.
Garn: Trio 2 frá Isager, 50% hör, 30% bómull, 20% lyocell, 50, (50) gr. og Alva 100% alpakka, 20, (30) gr. 1 þráður af hvoru.
Eða Trio 2 frá Isager 50% hör, 30% bómull, 20% lyocell, 50, 50) gr. og handlitað garn frá Mal sem inniheldur 55% merino, 45% silki 20,(30) gr. 1 þráður af hvoru.
U.þ.b. 100, (175) mtr.
Stærðir: Minni klúturinn er 85 sm. á lengd og 12 sm. þar sem hann er breiðastur. Þessa stærð er hægt að vefja einn hring um hálsinn og hann er líka fullkominn fyrir börn.
Stærri klúturinn er 125 sm. á lengd og 14 sm. þar sem hann er breiðastur. Þessa stærð er hægt að vefja tvo hringi um hálsinn. Málin eru eftir þvott og létta strekkingu.
Það sem þarf: Hringprjónn nr. 3,5. Málband, nál og skæri til frágangs.
Prjónfesta: 26 prjónaðar lykkjur og 36 umferðir gera 10 x 10 sm.
Höfundur uppskriftar er Ásthildur Helga Sölvadóttir @hula.is