Mjög falleg sumarpeysa með pífu og stuttum ermum sem fljótlegt og auðvelt er að prjóna. Skemmtileg uppskrift. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með klauf að aftan, hún er prjónuð í hring fyrir utan umferðirnar á meðan klaufin er gerð, þá er prjónað fram og til baka, slétt á réttu brugðið á röngu. Stuttar umferðir eru gerðar við hálmál…
Brönugras Húfa og kragi í sparilegri kantinum. Frekar auðvelt að prjóna og skemmtilegt mynstur á kraganum, tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útprjóni. Það eru tvær tegundir af úrtöku fyrir húfuna, ræðst af því hvort þú velur 1 eða 2 dúska. Þessi uppskrift er á íslensku og afhendist rafrænt eftir greiðslu. Höfundur: Ásthildur Helga …
Fífa. Lamhúshetta fyrir fullorðna. Mjúk og hlý, létt og laus. 1 stærð Það sem þarf í húfuna: Hringprjónar nr. 3 og 4 Garn sem hentar prjónfestu 22/10 Ég notaði Sunday frá Sandnes og Tilia mohair, 1 þráður af hvoru fæst td. í Maro Eða Alpakka ull frá Sandnes. Garnþörf: 100 gr Sunday + 50 gr Mohair Eða 100 gr Alpakka…
Mjúk og hlý, lambhúshetta fyrir fullorðna. Uppskrift: Ásthildur, hula.is Stærðir: M (L) Garn: Ég notaði Petter frá Rauma en það má auðvitað nota garn að eigin vali sem hentar fyrir prjónfestu 22/10 Ég mæli samt ekki með 100% bómull þar sem að hún gefur ekki eftir. Það sem þarf: Hringprjónar nr. 3,0 og 4,0 Nál og skæri til frágangs. Prjónamerki…
Mjúk, hlý og létt lambhúshetta fyrir börn. Stærðir: 1, 2-4, 5-7 ára. Garn: Garn að ykkar vali sem hentar fyrir prjónfestunni. Ég mæli samt ekki með 100% bómull þar sem að hún gefur ekki eftir. Það sem þarf: Hringprjónar nr. 2,5 og 3,5 Nál og skæri til frágangs. Prjónamerki. Prjónafesta: 26 prjónaðar lykkjur á prjón nr. 3,5 gera 10 sm.…
Ungbarnasett sem saman stendur af húfu, peysu og buxum. Stærðir: 0, 3, 6-9, 12-18 mánaða. Garn frá Holst, tvöfalt Coast sem er blanda af bómull og ull, eða Coast og Titicaca (sem er 100 % alpakka) 1 þráður af hvoru. Dásamlega mjúk blanda. Eða garn að eigin vali sem hentar prjónfestunni. Það sem þarf: Sokka-og hringprjónar númer 3,0 og 3,5 3-4…
Maríustakkur Síð og kósý jakkapeysa á börn. Peysan er prjónuð fram og til baka ofan frá og niður og listarnir og hnappagötin prjónað samhliða. Uppskriftin er skemmtileg og frekar fljótprjónuð Þú getur valið hvort að þú gerir nokkrar stuttar umferðir eftir stroffið í byrjun, en þær hækka bakstykkið við hálsmálið, mér finnst það fallegra en ef þú treystir þér…
Stutt eða síð, stór, hlý og kósý jakkapeysa á fullorðna. Peysan er frekar auðveld og fljótprjónuð, hún er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Listarnir og hnappagötin eru prjónuð samhliða peysunni. Allar umferðir á réttunni eru prjónaðar sléttar, en á röngunni koma nokkrir brugnir kaflar en mynstrið saman stendur af garðaprjóni og sléttum köflum. Þú getur valið…
Maríustakkur heil Dásamlega mjúk, hlý og klæðileg peysa. Stærðir: XS/S, (M), L (XL/XXL), XXXL. Peysan er frekar auðveld og fljót prjónuð. Hún er prjónuð í hring, ofan frá og niður.