Fífill lambhúshetta fyrir fullorðna – Uppskrift
Mjúk og hlý, lambhúshetta fyrir fullorðna.
Uppskrift: Ásthildur, hula.is
Stærðir:
M (L)
Garn:
Ég notaði Petter frá Rauma en það má auðvitað nota garn að eigin vali sem hentar fyrir prjónfestu 22/10
Ég mæli samt ekki með 100% bómull þar sem að hún gefur ekki eftir.
Það sem þarf:
Hringprjónar nr. 3,0 og 4,0 Nál og skæri til frágangs. Prjónamerki
Garnmagn:
120, (150) gr. Miðað er við uppgefið garn. Eða um 240 (290) metrar. (gæti þurft aðeins meira ef kraginn er gerður langur).
490kr.
Lýsing
Mjúk og hlý, lambhúshetta fyrir fullorðna.
Uppskrift: Ásthildur, hula.is
Stærðir:
M (L)
Garn:
Ég notaði Petter frá Rauma en það má auðvitað nota garn að eigin vali sem hentar fyrir prjónfestu 22/10
Ég mæli samt ekki með 100% bómull þar sem að hún gefur ekki eftir.
Það sem þarf:
Hringprjónar nr. 3,0 og 4,0 Nál og skæri til frágangs. Prjónamerki
Garnmagn:
120, (150) gr. Miðað er við uppgefið garn. Eða um 240 (290) metrar. (gæti þurft aðeins meira ef kraginn er gerður langur).
Mál:
Þvert yfir kollin, 42, (46) sm.
Sídd frá kolli og niður að kraga, 28, (30) sm.
Prjónfesta:
22 prjónaðar lykkjur á prjón nr. 4,0 gera 10 sm. breidd. Það er gott að gera prjónfestu prufu.
Hagnýtar upplýsingar:
Húfan er prjónuð fram og til baka, í tvöföldu perluprjóni ofan frá og niður.
Tengist svo í hring í lokin. Stroff er í andlitsopi og í hálskraganum. Fyrsta og síðasta lykkjan í umferðinni er alltaf prjónuð slétt þegar prjónað er fram og til baka og telst ekki með í munstrinu. Það má vel leika sér með þessa uppskrift, hafa hann alla úr sléttu prjóni, eða perluprjónið 2 sléttar og 2 brugnar, einnig má gera hettuna þétta og nota þá 1⁄2 nr. minni prjón og jafnvel hafa hana alla úr stroffi.