Ljósberi, ungbarnasett – Uppskrift

Ungbarnasett sem saman stendur af húfu, peysu og buxum.

Stærðir:
0, 3, 6-9, 12-18 mánaða.

Garn frá Holst,  tvöfalt Coast sem er blanda af bómull og ull, eða Coast og Titicaca (sem er 100 % alpakka) 1 þráður af hvoru.
Dásamlega mjúk blanda.
Eða garn að eigin vali sem hentar prjónfestunni.

Það sem þarf:
Sokka-og hringprjónar númer 3,0 og 3,5
3-4 tölur.
Nál og skæri til frágangs.
Prjónamerki.

Garn magn:
Peysan, u.þ.b. 100, 150, 150, 200 gr.
Buxurnar, u.þ.b. 50, 50, 50, 60 gr.
Húfan u.þ.b. 30, 30, 35, 35 gr.

Prjónfesta:
24 prjónaðar lykkjur gera 10 sm. breidd, ég mæli með að gera prjónfestu prufu.

Peysan er prjónuð neðan frá og upp, fram og til baka, listarnir eru i-cord og prjónaðir samhliða, ermarnar í hring. Það er munstur í allri peysunni.
Buxurnar eru prjónaðar í hring, húfan er líka með munstri, prjónuð fam og til baka.

Uppskriftin er í miðlungs erfið.

1,690kr.

Flokkur:

Lýsing

Ungbarnasett sem saman stendur af húfu, peysu og buxum.

Eftir greiðslu fæðu uppskriftina senda á rafrænu formi á netfangið sem þú gefur upp, því er mikilvægt að netfangið sé rétt. Þú færð senda slóð,  þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ef um millifærslu er að ræða getur það takið aðeins lengri tíma að fá uppskriftina. Endilega vistaðu hana á góðum stað.

Ef þig langar að fá hana senda til þín útprentaða í pósti, láttu þá vita með athugasemd.

Stundum lendir þessi póstur í ruslhólfinu svo endilega athugaðu þar ef hún berst ekki til þín.

Allar frekari athugasemdir og spurningar getur þú sent á hula@hula.is og ég mun svara eftir bestu getu.