Baldursbrá – Uppskrift
Mjög falleg sumarpeysa með pífu og stuttum ermum sem fljótlegt og auðvelt er að prjóna. Skemmtileg uppskrift.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með klauf að aftan, hún er prjónuð í hring fyrir utan umferðirnar á meðan klaufin er gerð, þá er prjónað fram og til baka, slétt á réttu brugðið á röngu. Stuttar umferðir eru gerðar við hálmál að aftan sem er þó hægt að sleppa.
Stærðir:
2, 3-4, 5-6, 7-8, 9-10 ára
850kr.
Lýsing
Skemmtileg, fljótprjónuð uppskrift. Peysan er með pífu á stuttum ermunum. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með klauf að aftan, hún er prjónuð í hring fyrir utan umferðirnar á meðan klaufin er gerð, þá er prjónað fram og til baka, slétt á réttu brugðið á röngu. Stuttar umferðir eru gerðar við hálmál að aftan sem er þó hægt að sleppa.
Stærðir:
2, 3-4, 5-6, 7-8, 9-10 ára
Mál:
Sídd, mælt frá hálsmáli að aftan og niður: 34, 36, 38, 40, 42 sm.
Yfirvídd, á milli handakrika að framan: 30, 32, 34, 38, 40 sm.
Ermalengd, frá hálsmáli: 20, 22, 24, 26, 28 sm.
Málin eru ekki heilög, aðeins til viðmiðunar, því börnin er misjöfn að stærð. Gott ef hægt er að mæla væntanlega eiganda.Garn:
Garn:
Pure silk frá Knitting for Olive og Trio frá Isager, 1 þráður af hvoru.
Þetta er blanda af silki, hör, bómull og bambus, dásamleg blanda fyrir sumarflík. Eða bara það garn að eigin vali sem hentar prjónfestunni.
Garnmagn:
150, 200, 200, 250, 300 grömm
(100+100, 100+100, 150+150, 150+150, 200+200 grömm uppgefið garn)
Hafa má í huga að hrein bómull er þyngri en til dæmis ull og silki og því þarf aðeins meira af því.
Prjónfesta:
22 lykkjur á prjóna nr. 4,0 gera 10 sm breidd. Ég mæli með að gera prjónfestu prufu.
Það sem þarf:
Sokka-og hringprjónar nr. 3,5 og 4,0 1 tala
Nál og skæri til frágangs.